• bjorgvinst1992

Styrkur frá Lóu

Í sumar kom til okkar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Meðlimir YGG kynntu starfsemina fyrir henni í sólinni á Egilsstöðum. Ástæða heimsóknarinnar var einnig að þarna hafði YGG nýverið hlotið styrk frá Lóu, sem er nýsköpunarstyrkur fyrir landsbyggðina. Styrknum er ætlað að þróa og markaðssetja vottaðar kolefniseiningar.

Á myndinni eru frá vinstri: Hafliði Hörður Hafliðason, Ingibjörg Jónsdóttir, Björgvin Stefán Pétursson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Perla Sigurðardóttir, Hilmar Gunnlaugsson og Ívar Ingimarsson.

21 views0 comments

Recent Posts

See All