Hagar kaupa vottaðar kolefniseiningar í bið

—— 07.07.2023

Hagar og rekstrarfélög hafa gert samning um kaup á 1.250 vottuðum íslenskum kolefniseiningum í bið frá Yggdrasil Carbon. Fjöldi kolefniseininga jafngildir losun samstæðu Haga, að frátöldu Olís, úr umfangi 1 og 2 á árinu 2022 en ekki verður hægt að nýta þær á móti losun fyrr en mælingar í verkefni YGG sýna raunverulega bindingu koltvísýrings. Þessar einingar koma frá verkefni YGG á Anraldsstöðum í Fljótsdals en gróðursett var í það verkefni sumnarið 2022. Þessar vottuðu kolefniseiningar í bið hafa þær hlotið stranga gæðavottun skv. Skógarkolefnisstaðli Skógræktarinnar. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.