Nota2.JPG

UM OKKUR

Yggdrasill Carbon

Yggdrasill Carbon er fyrirtæki sem stofnað var á Egilsstöðum árið 2020, og er enn með aðal starfsemi sína þar. Fyrirtækið vinnur að tengingu kolefnisfjármála (carbon finance) við verkefni sem stuðla að minnkun losunar eða bindingu kolefnis. Það er gert með því að beita alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði við mælingu raunávinnings einstaka verkefna sem leiðir til þess að út eru gefnar vottaðar kolefniseiningar. Vottun stuðlar að gagnsærri kolefnisjöfnun sem styður við markmið um kolefnishlutleysi og er í auknum mæli kallað eftir því gagnsæi.

Meðal stofnenda YGG eru aðilar sem hafa unnið að kolefnisbindingarverkefnum frá árinu 2010, meðal annars með það að leiðarljósi að tryggja rétt landeigenda að þeirri kolefnisbindingu sem verður til á þeirra landi. 

Stofnendur YGG eru Kolbeinn Hilmarsson, Hilmar Gunnlaugsson og David Blumer. Kolbeinn situr í stjórn YGG en er einnig framkvæmdastjóri Svarma sem vinnur að þróun tæknilegra lausna m.a. við mælingar á kolefnisbindingu skóga. Hilmar Gunnlaugsson situr einnig í stjórn YGG. Hann er lögmaður og með LLM próf í orku- auðlinda og alþjóðlegum umhverfisrétti. Hann hefur meðal annars setið í verkefnastjórn rammaáætlunar (4. áfanga) og átti sæti í kolefnisnefnd LSE. David er með margþætta frumkvöðla- og stjórnunarreynslu úr fjármálageiranum. Hann er einn af stofnendum YGG og kemur inn í fyrirtækið sem fjárfestir og ráðgjafi stjórnar.

Teymið okkar kemur inn með víðtæka þekkingu og hægt er að lesa meira um það með því að smella á hnappinn hér að neðan.