Skógur1.jpg

Um okkur

Sagan okkar

Yggdrasill Carbon er fyrirtæki sem stofnað var á Egilsstöðum árið 2020, og er enn með aðal starfsemi sína þar. Fyrirtækið vinnur að tengingu kolefnisfjármála (carbon finance) við verkefni sem stuðla að minnkun losunar eða bindingu kolefnis. Það er gert með því að beita alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði við mælingu raunávinnings einstakra verkefna sem leiðir til þess að út eru gefnar vottaðar kolefniseiningar. Vottun stuðlar að gagnsærri kolefnisjöfnun sem styður við markmið um kolefnishlutleysi og er í auknum mæli kallað eftir því gagnsæi.

Meðal stofnenda YGG eru aðilar sem hafa unnið að kolefnisbindingarverkefnum frá árinu 2010, meðal annars með það að leiðarljósi að tryggja rétt landeigenda að þeirri kolefnisbindingu sem verður til á þeirra landi. 

Stofnendur YGG eru Kolbeinn Hilmarsson, Hilmar Gunnlaugsson og David Blumer. Kolbeinn situr í stjórn YGG en er einnig framkvæmdastjóri Svarma sem vinnur að þróun tæknilegra lausna m.a. við mælingar á kolefnisbindingu skóga. Hilmar Gunnlaugsson situr einnig í stjórn YGG. Hann er lögmaður og með LLM próf í orku- auðlinda og alþjóðlegum umhverfisrétti. Hann hefur meðal annars setið í verkefnastjórn rammaáætlunar (4. áfanga) og átti sæti í kolefnisnefnd LSE. David er með margþætta frumkvöðla- og stjórnunarreynslu úr fjármálageiranum. Hann er einn af stofnendum YGG og kemur inn í fyrirtækið sem fjárfestir og ráðgjafi stjórnar.

Lesið nánar um vegferðina okkar hér að neðan.

 

Nota2.JPG

Vegferðin okkar

Ísland hefur sett fram metnaðarfulla aðgerðaáætlun sem á að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og leggja grunninn að kolefnishlutleysi landsins árið 2040. Á meðal 50 aðgerða sem áætlað er að ráðast í næstu árin er efling skógræktar, efling landgræðslu, og endurheimt votlendis.

Hvað gerum við?

Yggdrasill Carbon vinnur að þróun sjálfbærra loftlagsverkefna í náttúru Íslands sem gefa vottaðar kolefniseiningar. Aðaláhersla okkar er á skógrækt og er vottun rauði þráðurinn í því starfi því hún tryggir að kolefnisbinding sem verður til í slíkum verkefnum, hafi raunverulega átt sér stað. Eitt tonn af kolefni sem skógur dregur til sín verður þannig að einni vottaðri kolefniseiningu sem hægt er að nýta á móti sinni eigin losun eða selja áfram. Þetta kerfi, sem kallast valkvæði kolefnismarkaðurinn, skapar fjárhagslegan hvata í átt að loftlagsvænum lausnum svo Ísland nái að standa við skuldbindingar sínar um kolefnishlutleysi.

Hvernig?

Vottunarstaðlar gera margir hverjir kröfu á að verkefnin sýni fram á jákvæð áhrif á fleiri þætti en eingöngu loftslagið. Jákvæð hliðaráhrif skógræktar eru fjölbreytt og snúa meðal annars að auknum atvinnumöguleikum í sveitum og aukinni verðmætasköpun sem hefur áhrif á samfélagið í víðara samhengi. Jákvæð áhrif snúa líka að uppgræðslu lands, aukinni líffjölbreytni á rofnu landi og næringarríkari jarðvegi. Skógur bindur einnig jarðveginn með rótarkerfi sínu og minnkar því líkur á skriðuföllum. Eins veita skógar skjól fyrir ýmis konar ræktun og og verða að nýjum útivistarsvæðum sem hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu og huga.

Vottun

Vottun ýtir einnig undir þróun á aðferðum og tækni. Hún hvetur til vandaðra og mælanlegra vinnubragða og víðtæks samstarfs við helstu sérfræðinga á sviði náttúruvísinda. Hún hvetur til gagnrýnnar hugsunar, dregur fram áherslu á gæði umfram magn og tryggir að ekki sé hægt að stíga skrefin áfram nema með sjálfbærni að leiðarljósi. 

Teymið okkar kemur inn með víðtæka þekkingu og hægt er að lesa meira um það hér að neðan.

 

DSC03152.JPG
DSC09460.JPG

Teymið okkar