Í september fengum við hjá YGG til okkar frábæran heimildakvikmyndagerðarmann að nafni Cameron Star. Við ferðuðumst með honum um landið til að hitta það fólk sem mótar framtíð íslenskrar landnýtingar; landeigendur, skógarbændur, verktaka,sérfræðinga og samstarfsaðila sem vinna að sjálfbærri skógrækt og öðrum landnýtingarverkefnum víðs vegar um landið.
Úr þessari ferð varð til nýtt kynningarmyndband, sem sýnir hvernig ábyrg nýting lands byggir á samvinnu, þekkingu og virðingu fyrir náttúrunni.
Myndbandið ber heitið: „Ábyrg landnýting – í þágu bætts loftslags og samfélags“ og má sjá á Youtube rás YGG hér
Myndbandið endurspeglar þá hugsjón sem YGG vinnur eftir: að fagmennska, gagnsæi og samvinna séu grunnurinn að ábyrgri og sjálfbærri nýtingu landsins.